Skip to main content

Napo sagan

Uppruni Napo

Napo er upprunaleg hugmynd lítils hóps OSH samskiptasérfræðinga, sem var ætlað að uppfylla þörfina á betri gæðum upplýsingavara til að rjúfa múra milli landa og taka tillit til margbreytilegra menningarheima, tungumála og hagnýtra þarfa starfandi fólks. Kvikmyndirnar eru ekki hannaðar til að veita tæmandi umfjöllun um efnið, né ætti að líta á þær sem þjálfunar- eða kennslumyndir. Hlutverk Napo og vina hans er að vera forsmekkurinn að OSH með viðfelldnum persónum, skemmtilegum söguþráðum og gamansamri og léttlyndri nálgun. "Öryggi með bros á vör" er framlag Napo til öruggari, heilbrigðari og betri vinnustaða. Hver kvikmynd er sameiginlegt framleiðsluverkefni fjölda evrópskra stofnana. Vinnuverndarstofnun Evrópu í Bilbao á Spáni hefur fjármagnað þróun vefsíðunnar.

Bakgrunnur

Napo kvikmyndahópurinn þróaðist út frá Vinnuverndarári Evrópu 1992/3 og evrópsku kvikmyndahátíðunum sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stóð fyrir.

Hópurinn studdi kvikmyndahátíðir í þeirri trú að það væri mögulegt að finna og aðlaga bestu myndirnar svo hægt væri að nota þær um allt Evrópusambandið. Það reyndist vera erfitt. Margar myndir voru gerðar af kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum sem vildu ekki gefa eftir réttindi sín. Menningarlegur munur olli því að myndir, söguþráður og „útlit og tilfinning“ myndanna gerði það erfitt að aðlaga þær og flytja yfir landamæri.

Eftir kvikmyndahátíðina í Strasbourg 1995, hittust fjórir virkir samskiptasérfræðingar frá Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi til að ræða hvernig hægt væri að panta og framleiða kvikmyndir sem hægt væri að nota um alla Evrópu. 

Napo-hópurinn samanstendur núna af eftirfarandi meðlimum: AUVA (Austurríki), CIOP (Póllandi), DGUV (Þýskalandi), EU-OSHA (Bilbao, Spáni), INAIL (Ítalíu), INRS (Frakklandi) og TNO (Hollandi).

Sköpunarhópurinn

Eric Scandella skrifar handritið að og leikstýrir kvikmyndunum um Napó fyrir Via Storia.

Hreyfimyndir í þrívídd eru búnar til af Fabrice Barbey fyrir Protozoaire.

Upprunalega tónlistin er samin af Henri Muller.

Fæðing Napo

Hópurinn setti saman tillögu, ítarlega útlistun og útboðslýsingu til framleiðslu á myndbandi um öryggismerkingar og fann tvö framleiðslufyrirtæki frá sínu eigin landi sem boðið var að setja fram úrvinnslu. Via Storia, franskt fyrirtæki frá Strasbourg, fékk samninginn. Napo var fæddur!

Fyrsta myndbandið, Sagan um bestu merkin, var sýnd á kvikmyndahátíð ESB í Edinburgh árið 1998, og vann til verðlauna á alheimsþinginu í Sao Paulo árið 1999, og á kvikmyndahátíðum á landsvísu í Frakklandi og Þýskalandi.

Árið 2003, lýsti Vinnuverndarstofnun Evrópu í Bilbao áhuga sínum á þriðja myndbandinu til að styðja við Evrópsku vikuna og þema hennar sem snerist um hættuleg efni. Samningar náðust við samtökin að veita stofnuninni leyfi til að veita öllum aðildarríkjum, umsóknar- og EFTA ríkjum, frumeintök með skýrum einkaréttar-, réttinda- og kostnaðarákvæðum. Þetta samstarf hefur síðan haldið áfram.