You are here

Fyrirvarar

Lagalegar upplýsingar

Napó hópurinn framleiðir Napó-myndirnar fyrir hönd lítils hóps evrópskra samtaka á sviði vinnuverndar: AUVA (Austurríki); DGUV (Þýskalandi); HSE (Bretlandi); INAIL (Ítalíu); INRS (Frakklandi); SUVA (Sviss); og Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA). Ennfremur hefur EU-OSHA gert samning við DGUV (fyrir hönd hópsins) um að endurframleiða og útvega landsskrifstofunum í öllum aðildarríkjum ESB, umsóknar- og EFTA ríkjum, eintök af Napó kvikmyndunum.

Napó-hópurinn er undir stjórn

Þýsku slysatryggingasamtakanna (DGUV)
Glinkastraße 40
D-10117 Berlín

Sími: +49 30 288763800
Fax: +49 30 288763808

Tölvupóstfang: info [at] dguv [dot] de; Netsíða: Www.dguv.de
Samband: gregor [dot] doepke [at] dguv [dot] de (Gregor Doepke)

Vefsíða Napó er hýst og stjórnað af Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA)
Mikilvægt: Engin ábyrgð er tekin á ítarleika eða réttmæti upplýsinga eða ritstjórnarlegum eða tæknilegum villum, yfirsjóna, o.s.frv.

Einkum er engin trygging veitt á réttmæti og ítarleika utanaðkomandi upplýsinga í gegnum Nethlekki á utanaðkomandi síður.

Friðhelgisupplýsingar

Kerfishluta stofnunarinnar er falið að annast vinnslu persónuupplýsinga

Andrew Smith, yfirmaður samskipta- og kynningardeildar

Tilgangur vinnslunnar

Til þess að vinna nafnlausa tölfræði um notkun vefsíðunnar eru kladdaskrár búnar til í hvert skipti sem farið er á síðuna og innihalda þær eftirfarandi samanteknar upplýsingar: heildarfjöldi heimsókna, lönd notenda, tímalengd setu og slóðir sem notendur nota í setunni.

Gagnategundir sem unnar eru

Atburðaskrárnar innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • IP tölu notandans
  • Dagsetningu og tíma þegar notandinn óskaði eftir aðgangi að vefsíðunni og hafði samband við vefþjóninn
  • Umbeðna vefslóð
  • HTTP endurkomukóðann sem miðlað var til umbiðjanda (notandans)
  • Vinnslutíma umbiðjandans
  • Notandabúnaðarstreng umbiðjanda.

Lagagrundvöllur

Reglugerð ráðsins (EB) 2062/94 frá 18/07/1994 um stofnun Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar, ásamt síðari breytingum.

Lögmæti vinnslunnar

Úrvinnslan byggist á 5. grein (a) í Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 45/2001 frá 18. desember 2000 um einstaklingsvernd þegar kemur að vinnslu stofnana Bandalagsins á persónuupplýsingum og frjálsri för slíkra upplýsinga (hér eftir, reglugerð (EB) 45/2001).

Viðtakendur gagna

Aðgengi að persónulegum upplýsingum er veitt á grundvelli hlutverks og ábyrgðar viðkomandi aðila sem koma við sögu (meginreglan um „það sem þú þarft að vita“):

  • Löglega tilnefnt starfsfólk EU-OSHA
  • Utanaðkomandi þjónustuveitanda sem hýsir miðlara EU-OSHA
  • Lögfræðideild, starfsmannadómstóli Evrópusambandsins, Evrópsku persónuverndarstofnuninni, Evrópuskrifstofunni um aðgerðir gegn svikum (OLAF), umboðsmanni Evrópusambandsins, Endurskoðunarréttinum, þjónustu innri endurskoðunar, ef svo á við.

Allir ofangreindir viðtakendur falla undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 45/2001 frá 18. desember 2000 um einstaklingsvernd þegar kemur að vinnslu stofnana Bandalagsins á persónuupplýsingum og frjálsi för slíkra upplýsinga. EU-OSHA mun ekki greina þriðja aðila frá persónuupplýsingum. EU-OSHA mun ekki opinbera persónuupplýsingar fyrir beina markaðssetningu í viðskiptalegum tilgangi.

Smákökur

Vefsíðan kemur fyrir tímabundnum setukökum í hvert sinn sem þú heimsækir síðuna. Þörf er á smákökunum til þess að heimila setuna. Þeim verður eytt þegar þú lýkur vafrasetunni. IP tala notanda er ekki geymd í smáköku. Smákökur hafa einstakt auðkenni til þess að auðkenna seturnar og er það algjörlega nafnlaust til þess að heimila setuna.

Þessi vefsíða notar Piwik, hugbúnað til þess að búa til veftölfræði, sem er hýstur í heild sinni á miðlurum EU-OSHA, sem staðsettir eru í Evrópusambandinu. Piwik geymir smákökur á tölvunni þinni en engum persónuupplýsingum er safnað. Nafnlaust auðkenni heimilar piwik að auðkenna setuna þína en þetta auðkenni hefur enga þýðingu fyrir aðra og ekki er hægt að nota það til þess að auðkenna notandann.

Ef þú vilt ekki að EU-OSHA fylgist með þér í gegnum Piwik, getur þú valið að heimila ekki Piwik með því að smella á reitinn fyrir neðan.

Vefsíðan notar líka Google Analytics, vefgreiningarþjónustu á vegum Google, Inc (Google). Google Analytics notar smákökur, sem eru textaskrár sem komið er fyrir á tölvunni þinni, til þess að aðstoða EU-OSHA við að greina hvernig notendur nota vefsíðuna.

Upplýsingarnar, sem smákökurnar búa til, um notkun þína á vefsíðunni (engum persónuupplýsingum er safnað) eru sendar og geymdar af Google á miðlurum í Bandaríkjunum. Google notar upplýsingarnar til þess að meta notkun þína á vefsíðunni, við að búa til skýrslur um vefsíðunotkun fyrir rekstraraðila vefsíðna og til þess að bjóða upp á aðra þjónustu í tengslum við vefsíðustarfsemi og Netnotkun.

Google kann einnig að miðla upplýsingunum til þriðja aðila þegar slíkt er skylt samkvæmt lögum eða þar sem slíkir þriðju aðildar vinna upplýsingarnar fyrir hönd Google. Google mun ekki tengja IP töluna þína við önnur gögn sem Google geymir.

Þú getur neitað að nota smákökur með því að velja viðeigandi stillingar í vafranum þínum, athugaðu þó að ef þú gerir slíkt kann að vera að þú getir ekki nýtt þér alla virkni vefsíðunnar. Með notkun vefsíðunnar veitir þú samþykki fyrir vinnslu Google á gögnum um þig með þeim hætti og tilgangi sem nefnt er að ofan.

Smákökur innihalda ekki persónuupplýsingar um þig og ekki er hægt að nota þær til þess að auðkenna ákveðinn notanda.

Ef þú vilt ekki að Google Analytics fylgist með þér, þá getur þú notað vafratól Google til þess að koma í veg fyrir það.

Réttindi gagnaaðila

Aðilar eiga rétt á að fá aðgang að, leiðrétta og loka fyrir upplýsingar sínar (þegar um er að ræða ónákvæmni gagna), óska eftir ógildingu þeirra og mótmæla vinnslu þeirra varðandi mál sem séð er fram á í 13., 14., 15., 16. og 18. grein reglugerðar (EB) 45/2001.

Ef þú ert með fyrirspurnir eða kvartanir varðandi söfnun, vinnslu eða notkun persónuupplýsinganna þinna skaltu hafa samband við okkur á information [at] osha [dot] europa [dot] eu og setja orðin „gagnavernd“ í efnislínuna.

Upplýsingar um geymslutíma gagna

Upplýsingarnar í atburðaskránum eru geymdar í 2 ár á gagnamiðli EU-OSHA en hann er hýstur hjá utanaðkomandi þjónustuaðila í Evrópusambandinu.

Gögn sem notuð eru til að búa til ónafngreindar tölfræðilegar tilkynningar eru geymdar lengur.

Öryggisráðstafanir

Við gerum viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir óheimilaðan aðgang að, eða óheimilaðri breytingu á, birtingu eða eyðingu gagna. Þetta felur í sér innanhúss úttekt á gagnasafni okkar, geymslu og vinnsluaðferðum og öryggisráðstöfunum þ.m.t. viðeigandi dulkóðun boðskipta og raunlægar öryggisráðstafanir til að varna óheimilaðan aðgang að kerfum þar sem við geymum persónuupplýsingar.

Beiðni um upplýsingar

Varðandi frekari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga geta aðilar sent beiðni til gagnaverndarfulltrúa EU-OSHA á tölvupóstfangið: dpo [at] osha [dot] europa [dot] eu.

Málskot til EDPS

Aðilar eiga rétt á að skjóta máli sínu til Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar: http://www.edps.europa.eu, kunni þeir að telja að vinnsla gagna hafi ekki verið í samræmi við reglugerð (EB) 45/2001.

© 2015 EU-OSHA | Evrópusambandsstofnun