Skip to main content

Kvikmyndir Napo

Kvikmyndir Napo

"Besta leiðin til að nota Napo er að hugsa Napo"

Napo kvikmyndaröðin er framleidd með tölvugrafík. Í aðalhlutverki eru persónur í atvinnulífinu sem standa frammi fyrir aðstæðum er varða öryggi.

Aðalpersónan, Napo, og félagar hans tjá sig án orða. Sögurnar eru menntunarlegs eðlis. Þær vekja upp spurningar og stuðla að umræðu um tiltekna þætti er varða öryggi á vinnustað. Stundum veita þær hagnýtar lausnir eða leiða til þeirra.

Þær eru blanda menntunar, menningarlegs hlutleysis og kímnigáfu, settar fram í teiknimyndastíl sem gefur "Napo" seríunni sín sérstöku einkenni. Napo er viðkunnanleg en kærulaus persóna. Hið alþjóðlega tungumál Napo gerir það að verkum að kvikmyndirnar hæfa öllum. Hvert atriði er óháð hinum og þau má nota sem heila kvikmynd, eða hvert atriði eitt og sér.

Þar sem Napo er teiknimyndapersóna getur hann farið inn á svið sem ekki væru möguleg í leiknum kvikmyndum eða heimildamyndum. Það bítur ekkert á hann og hann er eilífur, ólíkt því starfsfólki sem við erum að reyna að vernda.

Loftslagsbreytingar hafa færst ofar á dagskrá stjórnmálamanna og almennings. Nýja Napó-myndin er gerð til að auka vitund um áhrif loftslagsbreytinga á vinnuumhverfið og þær aðgerðir sem hægt er að…

Í seinni stuttmyndinni vinnur Napo í málmsteypu nálægt heitum málmi sem flæðir úr bræðsluofni. Napo þarf að drekka meira vatn en drekkur orkudrykki, borðar súkkulaðistykki og tekur hitalækkandi pillu…

Í hinni fyrri af tveimur stuttmyndum er Napo að vinna á byggingarstað í heitri sól. Því lengur sem hann vinnur því heitari verður sólin. Napo þarf að drekka vatn til að forðast úrvötnun en hann…