You are here

Kvikmyndir Napo

"Besta leiðin til að nota Napo er að hugsa Napo"

Napo kvikmyndaröðin er framleidd með tölvugrafík. Í aðalhlutverki eru persónur í atvinnulífinu sem standa frammi fyrir aðstæðum er varða öryggi.

Aðalpersónan, Napo, og félagar hans tjá sig án orða. Sögurnar eru menntunarlegs eðlis. Þær vekja upp spurningar og stuðla að umræðu um tiltekna þætti er varða öryggi á vinnustað. Stundum veita þær hagnýtar lausnir eða leiða til þeirra.

Þær eru blanda menntunar, menningarlegs hlutleysis og kímnigáfu, settar fram í teiknimyndastíl sem gefur "Napo" seríunni sín sérstöku einkenni. Napo er viðkunnanleg en kærulaus persóna. Hið alþjóðlega tungumál Napo gerir það að verkum að kvikmyndirnar hæfa öllum. Hvert atriði er óháð hinum og þau má nota sem heila kvikmynd, eða hvert atriði eitt og sér.

Þar sem Napo er teiknimyndapersóna getur hann farið inn á svið sem ekki væru möguleg í leiknum kvikmyndum eða heimildamyndum. Það bítur ekkert á hann og hann er eilífur, ólíkt því starfsfólki sem við erum að reyna að vernda.

Napo í ...ekkert aðhlátursefni

Napo í ...ekkert aðhlátursefni
2013

Að renna til eða hrasa á jafnsléttu er meðal algengustu vinnuslysa sem verða á hverju ári. Flest slysin verða vegna bleytu eða óhreininda sem fólk stígur í eða vegna þess að menn hrasa um hluti eða verkfæri sem ekki hefur verið gengið frá. Þetta er...

Horfa á myndskeiðSkoða þætti
Denk an mich. Dein Rücken (Napo í... "Gættu að bakinu’")
2013

Bakverkir geta orsakast af mörgum ástæðum, hvort sem það er á heimilinu eða á vinnustaðnum. Þetta veit Napo, aðalpersónan í nýju teiknuðu stuttmyndinni sem var gerð fyrir herferðina "Gætið að bakinu". Napo beinir athyglini að mörgum hættulegum...

Horfa á myndskeið

Napa í ..... allir vinna

Napa í ..... allir vinna
2012

Ekki er allt sem sýnist þegar verksmiðjueigandinn veitir fjölmiðlum viðtal um framleiðslu og öryggismál fyrirtækisins. Á mismunandi stigum stangast óöruggar starfsvenjur og misbrestur á að fylgja starfsferlum og slæm samskipti á við skilaboð hennar...

Horfa á myndskeiðSkoða þætti

Napo í ... lungu í vinnunni

Napo í ... lungu í vinnunni
2011

Nálægð við tóbaksreyk er skaðleg heilsu þess sem reykir og þess sem reykir ekki. Tóbaksreykur getur valdið alvarlegum vandamálum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum og öndunarfærasjúkdómum. Hann getur leitt til dauða af völdum krabbameins,...

Horfa á myndskeið

Pages