You are here

Kvikmyndir Napo

"Besta leiðin til að nota Napo er að hugsa Napo"

Napo kvikmyndaröðin er framleidd með tölvugrafík. Í aðalhlutverki eru persónur í atvinnulífinu sem standa frammi fyrir aðstæðum er varða öryggi.

Aðalpersónan, Napo, og félagar hans tjá sig án orða. Sögurnar eru menntunarlegs eðlis. Þær vekja upp spurningar og stuðla að umræðu um tiltekna þætti er varða öryggi á vinnustað. Stundum veita þær hagnýtar lausnir eða leiða til þeirra.

Þær eru blanda menntunar, menningarlegs hlutleysis og kímnigáfu, settar fram í teiknimyndastíl sem gefur "Napo" seríunni sín sérstöku einkenni. Napo er viðkunnanleg en kærulaus persóna. Hið alþjóðlega tungumál Napo gerir það að verkum að kvikmyndirnar hæfa öllum. Hvert atriði er óháð hinum og þau má nota sem heila kvikmynd, eða hvert atriði eitt og sér.

Þar sem Napo er teiknimyndapersóna getur hann farið inn á svið sem ekki væru möguleg í leiknum kvikmyndum eða heimildamyndum. Það bítur ekkert á hann og hann er eilífur, ólíkt því starfsfólki sem við erum að reyna að vernda.

Napo í stuðandi aðstæðum

Napo í stuðandi aðstæðum

2015

Rafmagn er kunnuglegur og nauðsynlegur hluti af hversdagslegu lífi en það getur slasað eða banað fólki og valdið skemmdum ef ekki er gengið um það af virðingu. Hægt er að grípa til einfaldra...

Napo í ... þegar streitan dynur yfir

Napo í ... þegar streitan dynur yfir

2014

Streita í starfi veldur háu hlutfalli tapaðra vinnudaga en fjöldi einstaklinga sem þjáist af streitutengdum sjúkdómum fer vaxandi. Napo bendir á nokkrar ástæður fyrir streitu á vinnustöðum með sínum...

Napo í ...ekkert aðhlátursefni

Napo í ...ekkert aðhlátursefni

2013

Að renna til eða hrasa á jafnsléttu er meðal algengustu vinnuslysa sem verða á hverju ári. Flest slysin verða vegna bleytu eða óhreininda sem fólk stígur í eða vegna þess að menn hrasa um hluti eða...

Denk an mich. Dein Rücken (Napo í... "Gættu að bakinu’")

Denk an mich. Dein Rücken (Napo í... "Gættu að bakinu’")

2013

Bakverkir geta orsakast af mörgum ástæðum, hvort sem það er á heimilinu eða á vinnustaðnum. Þetta veit Napo, aðalpersónan í nýju teiknuðu stuttmyndinni sem var gerð fyrir herferðina "Gætið að bakinu...

Pages