You are here

Kennsluúrræði fyrir kennara

Portrait of Napo

Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) hefur látið útbúa kennsluefni á sviði vinnuverndar til nota fyrir kennara. Efnið er ætlað til að kynna grunnskólabörnum vinnuvernd á fræðandi, skemmtilegan og fjölbreyttan hátt með því m.a. að nota myndbrot um Napo en hann er þekktur karakter úr myndböndum og notaður til kynningar á efni um vinnuvernd víða um Evrópu.

Efnið samanstendur af “námspökkum” sem eru með nokkuð nákvæmum upplýsingum þar sem eru ýmsar hugmyndir um þau verkefni sem tillaga er gerð um. Ýmsum úrræðum er lýst ásamt sýnishorni af námsáætlun sem auðveldlega má nota í venjulegri 40 mínútna kennslustund.

Kennsluefnið er miðað að fræðslu barna á aldrinum sjö til ellefu ára og er tvískipt. Efnið inniheldur leiðbeiningar, tillögur að verkefnum og fylgiefni sem hægt er að sækja á veraldarvefinn til að veita kennurum og skólafólki leiðsögn um hvernig megi samþætta vinnuverndarmál inn í núverandi námsskrá. Kennsluefnið er hannað með það í huga að hægt sé að nota það samhliða ýmsum námsgreinum í því skyni að víkka út kennslu þeirra. Meðal annars í þessum greinum:

  • Heilbrigðis- og samfélagsfræðsla
  • Vísindagreinar
  • Öryggi úti á götum og í umferðinni
  • Tungumálanám
  • Listgreinar

Kennslustundir

Aldurhópur9-11 ára
Napo in hazard's hunter

Eftirfarandi kennsluefni um vinnuvernd er gert fyrir börn á aldrinum níu til ellefu ára. Níu ára fara börn í gegnum mikilvægt þroskaskeið en þá byrja þau að geta unnið saman að verkefnum í hópum, byrja að læra að vinna sjálfstætt við margþátta verkefni og kynnast vísindalegri hugsun og staðreyndum. Að kynnast forvörnum veitir þeim þekkingu í að tryggja öryggi sitt í framtíðinni.

Aldurhópur7-9 ára
Napo in be body wise

Eftirfarandi kennsluefni um vinnuvernd hefur verið gert fyrir börn á aldrinum sjö til níu ára. Á þessum aldri byrja börn að hugsa óhlutbundið. þróa með sér færni í rökleiðslu og byrja að læra í gegnum tungumálið með rökhugsun og með eigin athugunum. Því er kynning á vinnuvernd lykillinn að því að leggja grunninn að vinnuverndarhugsun.