Skip to main content

Napo and friends

Napo
Napo.png
Yfirmaðurinn
boss.png
Fröken Strudel
Miss-Strudel.png
Napette
Napette.png
Aðrir kollegar
Other-Colleagues.png
Dýr
Animals_0_v2.png
Hreyfanlegir hlutir
Animated-Objects.png
Napo.png
Napo

Napo er hetja teiknimyndaseríanna. Hann er tákngervingur starfsmanns í hvaða iðnaði eða geira sem er. Napo einskorðast ekki við eina tegund starfs eða vinnuumhverfis en persónuleiki hans og útlit er það sama í öllum myndunum.

Napo er venjuleg persóna - hann er hvorki góður né slæmur, ungur né gamall. Í þessu tilliti er menning hans hlutlaus. Hann er viljugur starfsmaður sem getur orðið fórnarlamb aðstæðna sem hann hefur enga stjórn á, en hann getur einnig borið kennsl á hættur eða áhættur og komið með góðar tillögur um hvernig á að bæta öryggi og vinnuskipulag.

Napo er viðfelldin og aðlaðandi persóna með sterk viðbrögð og tilfinningar. Þegar Napo er pirraður, honum leiðist eða er ástfanginn - þá leynir það sér ekki! Allir geta samsamað sig Napo, allt frá ungu starfsfólki til þeirra sem hafa unnið hjá fyrirtækinu um árabil.

Sækja kynningarbæklinginn um Napó

boss.png
Yfirmaðurinn

Yfirmaðurinn er meginaukapersónan. Hann gæti verið verkstjórinn, svæðisstjóri eða verksmiðjustjóri; hann stendur fyrir yfirvald. Yfirmaðurinn gefur skipanir og setur reglur og gefur Napo ávallt bein fyrirmæli. Hann hefur ekki einungis áhyggjur af öryggi starfsfólks síns heldur einnig af framleiðni þess. Oft er hann undir þrýstingi frá yfirboðurum sínum eða viðskiptavinum. Stundum gefur hann skipanir sem stangast á eða ómögulegt er að framfylgja. Öfugt við máltækið hefur yfirmaðurinn ekki alltaf rétt fyrir sér. Líkt og Napo einskorðast hann ekki við eina tegund starfs eða vinnuumhverfis en persónuleiki hans og útlit er það sama í öllum myndunum.

Miss-Strudel.png
Fröken Strudel

Fröken Strudel er áköf kona sem táknar yfirvald sem er hærra sett eða á sama stigi og yfirmaðurinn. Hún gæti verið viðskiptavinurinn, eftirlitsmaður á vinnustað eða hjúkrunarkona fyrirtækisins sem setur þrýsting á yfirmanninn og starfsfólk hans. Fröken Strudel er skemmtileg vegna öfga sinna. Napo sjálfur gæti heillast af hennar fremur sérstöku persónutöfrum.

Napette.png
Napette

Napette gæti haft sömu eða álíka starfsskyldur og Napo eða haft annað starf í sama vinnuumhverfi. Við og við gerir hún mistök í starfi sínu. Napette laðast að persónutöfrum Napo’en viðleitni hennar til að hjálpa honum pirrar og skapraunar Napo oft á tíðum.

Other-Colleagues.png
Aðrir kollegar

Napo getur haft einn eða tvo kollega sem vinna í sama fyrirtæki og sinna sama eða svipuðu starfi og hann, eftir því um hvaða sögu er að ræða. Þessar persónur koma í veg fyrir hetjudáðir Napo. Þeir eru í aðalatriðum skynsamir starfsmenn sem fylgja reglunum.

Animals_0_v2.png
Dýr

Froskur, hundur og önnur dýr láta einnig sjá sig í heimi Napo. Þessi dýr eru viðfelldnar sögupersónur sem styðja við söguþráðinn og gefa ævintýrum hetjunnar okkar teiknimyndablæ.

Animated-Objects.png
Hreyfanlegir hlutir

Eins og teiknimyndastíllinn gerir ráð fyrir, vakna hlutir til lífsins og sýna viðbrögð eða gagnrýna hegðun Napo, sem dæmi má nefna öryggismerkin sem tala og veifa höndunum í kvikmyndinni ‘Sagan um bestu merkin’.