Hafa samband við okkur

Gakktu úr skugga um að kíkja á algengar spurningar hér að neðan áður en þú leggur fram spurningu. Kannski er þegar búið að svara henni. 

1. Er mögulegt að breyta kvikmyndunum?

Nei. Kvikmyndirnar falla undir höfundarrétt. Rétturinn til að nota Napó kvikmyndirnar nær ekki til breytinga á kvikmyndunum, nota kvikmyndirnar í annarri kvikmyndaframleiðslu eða margmiðlunarvörum eða nota kvikmyndirnar til auglýsinga eða kynningarstarfs.

2. Er mögulegt að nota einstakar senur úr Napó kvikmyndunum í PowerPoint kynningum?

Já. Einnig má nota einstaka atriði úr Napo myndunum í PowerPoint kynningar og á innranet síðum þar sem viðeigandi heimilda er getið í formi endaramma sem hægt er að hlaða niður hé.

3. Er mögulegt að gera hlekk á Napó-vefsíðuna?

Já. Napó-hópurinn heimilar hlekki á heimasíðu Napó-vefsíðunnar www.napofilm.net en samþykkir ekki að kvikmyndir Napó séu hýstar á öðrum vefsíðum.

4. Er mögulegt að nota Napó eða mynd af Napó sem auðkenni herferðarinnar minnar?

Nei. Aðeins má nota Napó sögupersónuna með beinum hætti við kynningu á Napó myndunum. Það má ekki nota Napó eða myndir úr Napó til þess að auðkenna auglýsingar á sviði vinnuverndar, kynningar- eða útgáfustarf.

5. Er mögulegt að hlaða niður myndskeiðum á Napó-vefsíðunni?

Já. Ef þú vilt sækja heilar Napó-myndir eða valdar senur á tölvuna þína skaltu fara á vefsvæði Napó (www.napofilm.net) og fara á þá mynd eða senu sem þú vilt sækja. Þú getur smellt á hnappinn „download“ Niðurhalstákn eða bætt þínu myndskeiði við niðurhalsmiðstöðina með því að smella á hnappinn „download centre“Tákn niðurhalsmiðstöðvar.

Þegar smellt er á hnappinn „download centre“ er myndskeiðunum bætt á lista sem þú getur nálgast á valmyndastikunni efst á vefsvæðinu. Þar sérðu lista yfir þau myndskeið sem þú hefur valið sem þú getur svo sótt í einni aðgerð. Ef þú vilt fjarlægja myndskeið af listanum skaltu smella á X-hnappinn.

Athugaðu ekki er hægt að hala niður í farsímaútgáfunni.

6. Er mögulegt að hlaða Napó-kvikmyndunum eða senum upp á vefsíðuna mína eða vefsíðu fyrirtækisins míns?

Nei. Þú mátt gera hlekk á Napó-vefsíðuna (www.napofilm.net) en ekki er heimilt að hlaða kvikmyndunum upp.

7. Er mögulegt að nota Napó kvikmyndirnar á innraneti fyrirtækisins míns?

Já. Þú getur sótt kvikmyndirnar og hlaðið þeim upp á innranetssíðu innanhúss.

8. Er mögulegt að nota Napó kvikmyndir eða senur úr kvikmyndum fyrir E-námsáætlun

Aðeins ef E-námið er aðeins fyrir notkun innanhúss í fyrirtækinu eða ef samtökunum er mögulegt að nota Napó kvikmyndir eða senur úr kvikmyndum. Ef E-námsáætlunin er ætluð fyrir notkun utanhúss sem hluta af þjálfunarpakka til sölu er ekki mögulegt að nota Napó kvikmyndirnar eða senur úr kvikmyndunum.

9. Hvernig get ég orðið mér úti um DVD diska með Napó?

Þú getur fengið afrit af Napó DVD diskunum frá meðlimum Napó hópsins (AUVA í Austurríki, DGUV í Þýskalandi, HSE í Bretlandi, INAIL á Ítalíu, INRS í Frakklandi og SUVA í Sviss. Annars staðar í Evrópusambandinu (ESB), á evrópska fríverslunarsvæðinu (EFTA) eða í umsóknarríkjunum ættir þú að hafa samband við landsskrifstofu EU-OSHA í heimalandi þínu (https://osha.europa.eu/is/about-eu-osha/national-focal-points). Utan Evrópu skaltu hafa samband við info@napofilm.net.

10. Hver er munurinn á MP4 og WMV?

MP4 eða MPEG-4 er staðall fyrir þjöppun myndskeiða sem þróaður er af Moving Picture Experts Group (MPEG). Staðallinn er almennt notaður til að deila skrám með myndskeiðum á internetinu. Hann virkar á nánast hvaða tæki og stýrikerfi sem er.

WMV stendur fyrir Windows Media Video og er þróað af Microsoft. Hægt er að fella myndskeið á þessu sniði inn í Microsoft Office. Einnig er hægt að horfa á WMV-myndskeið í ýmsum myndspilurum, svo sem VLC, KMPlayer, Mplayer og með Flip4Mac-hugbúnaðinum frá Microsoft, og spila WMV-skrár í QuickTime Player.