Skip to main content

Réttur og leyfi

Napo kvikmyndirnar eru eign Via Storia, framleiðslufyrirtækisins sem er staðsett í Strassborg, Frakklandi og Napo Samtökin sem fjármagnar og framleiðir myndirnar fyrir hönd lítils hóps evrópskra vinnuverndarsamtaka: AUVA (Austurríki); CIOP (Pólland); DGUV (Þýskaland); INAIL (Ítalía); INRS (Frakkland); TNO (Holland) og SUVA (Sviss). Að auki hefur Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) gert samning við DUGV (fyrir hönd Samtakanna) til að afrita og senda eintök af Napo myndunum til landsbundinna tengiliða í öllum aðildarríkjum ESB, umsóknarríkjum og EFTA ríkjum.

Höfundaréttur

Höfundarréttur er bundinn við Via Storia.

Napo Samtökin njóta ákveðinna réttinda sem meðframleiðendur þar á meðal fullra réttinda, án takmarkana, til að nota myndirnar sem eru innan verksviðs þeirra stofnanna, og til að fá frummyndirnar til að geta tekið afrit.

Réttindi

Heimilt er að nota Napo myndirnar eða einstaka atriði úr þeim til kennslu, þjálfunar og vitundarvakningar án þess að biðja um leyfi frá Napo Samtökunum.

Einnig má nota einstaka atriði úr Napo myndunum í PowerPoint kynningar og á innranet síðum þar sem viðeigandi heimilda er getið í formi endaramma sem hægt er að hlaða niður hé.

Þessi réttindi ná ekki til:

  • klippinga, endurbóta eða breytinga á myndunum

  • notkunar á myndunum, og atriðum úr þeim í aðra mynda/kvikmyndframleiðslu

  • notkunar á myndum eða atriðum úr myndunum til auglýsinga, kynningar eða styrktar

  • fjölföldunar, dreifingar eða sölu á myndunum

  • birtingar Napo mynda á vefsíðum

  • að láta myndirnar vera hluta af myndunum í margmiðlunarvörum, nema það sé sérstaklega leyft.

Napo Samtökin leyfa hlekki á aðalsvæði Napo heimasíðunnar www.napofilm.net, en leyfa ekki að Napo kvikmyndir séu vistaðar á öðrum heimasíðum.

Það má eingöngu nota Napo persónuna sem beina kynningu á kvikmyndinni – það má ekki nota Napo eða neinar Napo myndir í almennri vinnuverndarauglýsingu, kynningu eða útgáfu.

Beiðnir of fyrirspurnir

Öllum öðrum beiðnum og fyrirspurnum skal beint til Napo Samtakanna. Hafið samband með tölvupósti í contact form.