Skip to main content

Kennsluleiðbeiningar

Portrait of Napo

Það er aldrei of snemmt að kynna nemendum undirstöðuhugtök um öryggi sem fyrir fullorðna falla undir vinnuverndarmál.

Napo er heillandi fígúra sem getur hjálpað nemendum að hugsa um, skilja og bregðast við öryggismálum. Til þess að fræðast meira smelltu þá hér: Napó og vinir. Fjölbreyttar myndir um Napo eru í boði svo þér er frjálst að kynna þér þær og nota í bekknum þínum.

Nokkur af grundvallarhugtökunum um öryggi í þessari kennsluáætlun má tengja við þá kennsluáætlun sem þegar er notuð við kennsluna. Uppruni Napo fyrir kennara kynnir ýmsar frábærar hugmyndir sem hægt er að nota til að hjálpa til við að samþætta öryggishugtök í kennslustundum. Þær má nota við kennsluna eða sem hluta af stærra verkefni. Þær tengjast öðrum námsgreinum, en megintilgangurinn er að nota áhugaverðu kvikmyndirnar um Napo til þess að kenna nemendum hvernig þeir eigi að hugsa um sjálfa sig og aðra og átta sig á hættum.

Fyrir hverja kennslustund er yfirlit yfir námsmarkmið, sem og upplýsingar um mögulegar athafnir og nauðsynleg úrræði. Í þessum kennslustundum munu nemendur læra að þekkja ýmsar hættur sem gætu valdið þeim og vinum þeirra hættu og þeir munu þróa færni til að vinna saman til að koma því sem þeir læra í framkvæmd.

Ef þú þarft frekari upplýsingar um þau grundvallaröryggis- og heilbrigðismálefni, er hægt að skoða fylgiblöðin sem eru til staðar í efnissafninu.