Skip to main content

'ævintýri Napo

Categories
Slysavarnir

Kvikmyndin tekur á algengum hættum á vinnustað og hentar ungu fólki sem hefur litla eða enga starfsreynslu. Hún leggur áherslu á að vera meðvitaður um hættur, nauðsyn þess að starfa á öruggan hátt og mikilvægi þjálfunar. Myndin hentar öllum sviðum og starfsfólki á öllum stigum en einkum ungu fólki í þjálfun eða að öðlast starfsreynslu. Markmiðið er að vekja athygli á grundvallar hættum og gefa áheyrendum tækifæri til að velta fyrir sér slysum og ræða hvernig hægt sé að koma í veg fyrir þau. Um er að ræða níu ævintýri og hvert og eitt er dæmigert fyrir einstaklingsbundnar eða sameiginlegar hættur innan fyrirtækis. Kvikmyndin leggur áherslu á mikilvægi þess að merkja hættur með fullnægjandi hætti, að skilja aðvörunarmerki, öryggi þegar ferðast er til og frá vinnu, notkun viðeigandi hlífðarbúnaðar, að taka ekki áhættur, að nota réttar og hentugar pakkningar, mikilvægi þess að stytta sér ekki leið og mikilvægi þess að aðeins þjálfað starfsfólk noti vinnutæki.