Evrópskir starfsmenn eru að eldast. Árið 2030, verða starfsmenn sem eru eldri en 55 ára orðnir 30% eða meira af heildar vinnuafli í mörgum ESB löndum. Þetta skapar áskoranir fyrir starfsmenn, vinnuveitendur og fyrirtæki. Napo í myndinni „Aftur til framtíðar og heilbrigðis" sem er vel þekkt hetja okkar, verður tímaflakkari og ferðamaður í leit sinni í að uppgötva helstu áskoranir við sjálfbæra starfsævi. Sögurnar lýsa nauðsyn þess að stjórna áhættu frá fyrsta til síðasta dags starfsævinnar og undirstrika mikilvægi endurhæfingar og atvinnuþátttöku þar sem tekist er á við aldursmismunun þegar hún birtist. Myndin er hönnuð til að sýna sum af framantöldum atriðum, til að efla umræðu og til að skapa heilbrigðari og afkastameiri vinnustaði sem þurfa að takast á við áskoranir vegna hækkandi meðalaldurs.
Hala niður