Skip to main content

Napo í...sagan af bestu skiltunum – endurgerð (2023)

Categories
Merki og merkimiðar
Slysavarnir
Öryggismerki

Fyrsta myndin í Napo röðinni veitir grundvallarupplýsingar um heilbrigðis- og öryggisskilti og merki sem eru til staðar á vinnustaðnum. Hún veitir nýjum starfsmönnum gagnlegar upplýsingar og er góð upprifjun fyrir aðra starfsmenn. Ólíkar aðstæður á vinnustað eru sýndar þar sem öryggisskilti eru mikilvæg. Þessi mynd hentar öllum sviðum og starfsfólki á öllum stigum en einkum ungu fólki í þjálfun eða sem er að öðlast starfsreynslu.

Hún er gerð til að upplýsa áheyrendur um öryggisskilti á vinnustað, til að sýna fram á mikilvægi þess að virða skiltin, og að læra og skilja hvað merkingar þýða hvað snertir lögun þeirra og lit. Þrettán teikningar eru sýndar. Hver teikning á við um vinnuaðstöðu þar sem Napo mætir skiltunum sem lifna við til að kenna honum hvað þau þýða og mikilvægi öryggis. Ferlið sýnir hvað gerist ef skiltin eru hundsuð, og þær tæknilegu og skipulagslegu hindranir á tilgangi þeirra sé skiltunum ekki fylgt.

Hala niður