Skip to main content

Napo í….hætta: efni!

Categories
Hættuleg efni
Merki og merkimiðar
Íðefni

Þessi kvikmynd er endurgerð á þættinum um „Klór og þef – efnahættur á vinnustað“ sem framleidd var 2003. Hún kynnir breytingar til að samræma skiltin (myndtákn) sem notuð eru í flutningum með hættulegan varning og skiltin sem notuð eru í vöruflokkun, merkingu og pakkningu (CLP) efna. Þau sjö myndtákn sem til eru munu vera endurnýjuð og verða níu.

Helstu dagsetningarnar eru: 1. desember 2010, þegar efni verða að vera endurflokkuð og merkt í samræmi við nýja alheimskerfið (GHS); og 1. júní 2015, þegar sami ferill verður notaður um blöndun (áður kallað undirbúningur).

Napo tekur þátt í nokkrum stuttum atriðum þar sem hann vinnur með efni, þar á meðal þau sem eru ertandi, eldfim, eyðandi, eitruð eða hættuleg umhverfinu. Hverju atriði fylgir stuttur þáttur þar sem sýnt er hvernig koma skuli í veg fyrir slys með öruggu vinnuverklagi. Þessi kvikmynd hentar öllum sviðum og starfsmönnum á öllum stigum. Markmiðið er að draga athyglina að mikilvægi þess að merkja efnavörur. Eftir sprengingu í byrjun, koma sex þættir sem sýna rangar aðferðir með alvarlegum afleiðingum og svo réttar aðferðir þar sem öryggisleiðbeiningum er fylgt.

Hala niður