Skip to main content

Napo í … vélmenni við vinnu

Categories
ICT/digitalisation
Slysavarnir
Viðhald
Vinnuvistfræði

Þetta myndskeið fræðir okkur um mikilvæg öryggisatriði í tengslum við vélmenni á vinnustöðum. Hér er fjallað um nýjungar í þessari tækni, helstu hættur sem henni tengjast og hvernig má stýra áhættunni sem fylgir notkun þessa búnaðar.

Það fólk sem vinnur við framleiðslustörf er í mestri hættu, en fólk sem vinnur við viðhald [og þrif] er einnig í mikilli hættu. Helstu orsakir óhappa og slysa eru tengdar ófullnægandi skipulagi á vinnustaðnum, en einnig mannlegum mistökum.

Þróun sjálfvirks tæknibúnaðar af ýmsum gerðum, s.s. föstum vélmennum og færanlegum auk vélmenna sem vinna með fólki eða eru fest við líkamann, er ör og möguleikar tækninnar miklir til að gera vinnuna auðveldari.  Engu að síður koma inn með nýrri tækni nýjar hættur á vinnustöðum, sem við þurfum að huga að.