Að renna til eða hrasa á jafnsléttu er meðal algengustu vinnuslysa sem verða á hverju ári. Flest slysin verða vegna bleytu eða óhreininda sem fólk stígur í eða vegna þess að menn hrasa um hluti eða verkfæri sem ekki hefur verið gengið frá.
Þetta er einfalt og ódýrt að hafa í lagi. Einfalt áhættumat ætti að greina öll svona vandamál. Forvarnir eins og að þurrka strax upp það sem hellist niður, velja viðeigandi skóbúnað og rétt val á gólfefnum skipta miklu máli. Aðrar forvarnir t.d. gegn mengun eða óhreinindum, hönnun vinnustaðarins, viðhald á verkfærum, góð umgengni og svo þjálfun og eftirlit þurfa einnig að vera til staðar.
Myndin á að nýtast ólíkum vinnustöðum og aðstæðum en hún leggur áherslu á að viðhafa góðar starfsvenjur því það að renna til eða hrasa er “Ekkert aðhlátursefni”.