Skip to main content

Verndaðu húðina þína!

Categories
Húðvernd
Íðefni
Persónulegur hlífðarbúnaður

Kvikmyndin vekur athygli á hversu hættulegt það getur verið að ber húð komist í snertingu við skaðleg (og stundum ekki mjög skaðleg) efni, þær aðstæður sem húðin verður fyrir áhrifum, og hvað sé hægt að gera til að forðast hættur, vernda húðina og koma í veg fyrir skaða. Napo lendir í ýmsum aðstæðum þar sem áhrif vegna efna geta valdið húðvandamálum. Hann lærir um ótrúlega eiginlega húðarinnar, og er nakinn til að sýna áheyrendum: „Allt sem þú vildir alltaf vita um….húðina þína“. Hann finnur lausnir til að koma í veg fyrir vandamál og er með þrenn mikilvæg skilaboð: Forðast – Vernda—Athuga.

Að forðast eða takmarka snertingu við efni við eyðingu - notaðu vélræna aðferð í stað efnaaðferðar; með því að nota eitthvað í staðinn - nota öruggari kostinn; og að vinna í öruggri fjarlægð - með tækjum í stað beinnar snertingar. Hlífðarbúnaður (PPE) er gerður til að vernda húðina en Napo minnir okkur á mikilvægi þess að vernda húðina með því fjarlæga hættulegu efnin með skjótum hætti, að þvo húðina vel, þurrka vel og bera húðkrem á reglulega. Loks mælir Napo með reglulegum skoðunum til að finna tímanlega vísbendingar um húðvandamál .