Skip to main content

Napo… vinnur heima til að stöðva heimsfaraldurinn

Categories
Stoðkerfisvandamál
Tölvuvinna
Teleworking
Vinnuvistfræði

Margir þurfa að vinna í fjarvinnu heima hjá sér vegna heimsfaraldursins. Það er ekki alltaf betra að vera heima en á skrifstofunni s.s. vegna takmarkaðs tækjabúnaðar eða erfiðrar vinnuaðstöðu. Það getur líka verið erfitt að vinna einn/ein, aðskilin frá vinnufélögunum, en innan um börnin og aðra fjölskyldumeðlimi sem kannski eru líka heima í fjarvinnu. Við þessar aðstæður tekur oft tíma að „koma sér í vinnugírinn“. Napó vill leggja sitt af mörkum til að allir geti unnið heima á öruggan- og heilsusamlegan hátt og þannig skilað góðu dagsverki. Með hjálp yfirmannsins og ekki síst samstarfskonu hans Napette fáum við góð ráð, sem Napo tekur saman með orðunum:

„Stöðvum faraldurinn, vinnum heima… og gætum að vinnuverndinni!“