Skip to main content

Napo í ... þegar streitan dynur yfir

Categories
Sálfélagsleg áhætta og streita

Streita í starfi veldur háu hlutfalli tapaðra vinnudaga en fjöldi einstaklinga sem þjáist af streitutengdum sjúkdómum fer vaxandi.

Napo bendir á nokkrar ástæður fyrir streitu á vinnustöðum með sínum venjulega og fyndna hætti, þar á meðal of miklar kröfur, vanstjórn, sífelldur þrýstingar, óásættanleg hegðun, skortur á virðingu, breytingar, slæmur undirbúningur og stríðandi fyrirmæli sem leiða til yfirsjóna, þreytu, kulnunar, örmögnunar og slæmrar frammistöðu.

Sálfélagslegum áhættum á vinnustöðum má stjórna með árangursríkum hætti en hættustjórnun bætir vellíðan starfsmanna og rekstur fyrirtækja. Lykillinn er forvarnir. Myndin er hönnuð fyrir allar tegundir vinnuumhverfis og er ætlað að stuðla að umræðum um nokkur þau erfiðustu málefni sem starfsmenn, framkvæmdastjórar og yfirmenn standa frammi fyrir.