Skip to main content

Napo… vinna í hæð

Categories
Vinna í hæð
Accident prevention
Renna til, hrösun og fall
Persónulegur hlífðarbúnaður

Að vinna í hæð er mjög áhættusamt. Fall út hæð er alltaf áhyggjuefni, enda geta slys leitt til mikilla meiðsla eða jafnvel dauða. Þeir sem slasast og fjölskyldur þeirra eru ekki þau einu sem líða fyrir slík slys.

Vinnuveitendur þurfa að uppfylla lagalegar kröfur um öryggi og vinnuvernd. Vinnuverndarstarfið þarf að vera heildstætt og tryggja öruggt verklag. Gott og vel unnið áhættumat er mjög mikilvægt, en einnig samvinna, fræðsla og ábyrg verkstjórnun. Starfsmenn þurfa einnig að bera ákveðna ábyrgð á eigin öryggi og vinnufélaganna með því að virða fyrirmæli um öruggt verklag og nota tilskyldar persónuhlífar.

Þetta video sýnir nokkur dæmi um vinnu í hæð. Önnur Napo video fjalla einnig um þetta viðfangsefni s.s. „Napo.. öryggi á framkvæmdasvæðinu“

Hala niður