Skip to main content

Napo eltir hættur og áhættur: Greining á hættum og áhættum

Kvikmyndin lítur á hættur og helstu áhættur á vinnustöðum, og þörfina á að: „Stöðva, hugsa og framkvæma“ til að draga úr fjölda slysa á vinnustað og tíðni atvinnusjúkdóma. Kvikmyndin er ætluð til nota sem hluti að kynningu á áhættumati og hugtökunum hætta og áhætta.Kvikmyndin lítur á hættur og helstu áhættur á vinnustöðum, og þörfina á að: „Stöðva, hugsa og framkvæma“ til að draga úr fjölda slysa á vinnustað og tíðni atvinnusjúkdóma.
Kennsluleiðbeiningar
Þarftu hjálp við að skipuleggja kennsluverkefni á vinnustaðnum þínum?

Lesson

Þetta kennsluefni býður börnum upp á röð skemmtilegra verkefna til þess að hjálpa þeim við að finna og útskýra hættur og áhættur í umhverfinu bæði í skólanum og heima fyrir. Það býður börnum upp á leiðir til þess að þróa skilning á eigin ábyrgð í tengslum við áhættur og hættur og leggja mat á mismunandi áhættustig (mikil eða lítil áhætta).

Námsmarkmið

1. kennslustund - Hættuveiðimaðurinn Napo: Greining á hættum og áhættum.

Að þekkja hættur og áhættur í skólanum og heima hjá sér
Að leggja mat á mismunandi áhættustig
Að vinna sem hópur við áhættugreininguna
Upphaf

5 mínútur

Sýnið Napo stikluna sem fylgir þessari kennslustund
  • Hvað er hætta?
  • Af hverju ættum við að fyrirbyggja hættur sem beinast að okkur sjálfum og öðrum?
Starfsemi

40/45 mínútur

Sýnið Napo stikluna sem fylgir þessari kennslustund: Hættuveiðimaðurinn Napo - Greining á hættum og áhættum
Mynd: Hættuleg viðskipti
Atriði – hættur heima fyrir
Atriði – meta hættuna
  • Ræðið og skilgreinið hætturnar í atriðunum og hvers kyns hættur þau þekkja. Hvetjið börnin til þess að ræða hvað sé hætta og hvað sé áhætta (sjá fylgiblaðið).
  • Dreifi ð veggspjöldum um hættugreiningu og biðjið börnin um að setja límmiða þar sem þau fi nna hættu.
  • Endurraðið í hópana og biðjið börnin hvert um sig að segja hvað þau hafa greint sem hættur. 

Aukaverkefni

  • Kynning/umræður um fj ölda og fj ölbreytileika á hættum sem kunna að verða á vegi okkar á degi hverjum eins og í Napo myndinni (slys utanhúss, rafmagn, skrikun fótar og hrösun, fall úr hæð – t.d. stiga, kemísk efni, hávaði o.fl .). 
mat
Í lok kennslustundarinnar geta börnin búið til lag, rapp eða rím um það sem þau hafa lært um hættuveiðarnar (leitina að hættunum).
Kennarar og nemendur meta kunnáttuna með því að nota þetta kerfi :
  • Gull: Ég get útskýrt að minnsta kosti þrjár gerðir af hættum eða áhættum fyrir sjálfum mér og öðrum. Ég get lagt mat á áhættustigið.
  • Silfur: Ég get útskýrt hættu og áhættu (fyrir sjálfum mér og öðrum) heima hjá mér og í bekknum.
  • Brons: Ég get útskýrt hvað hætta er. 
Nauðsynleg gögn
  • Límmiðar
  • veggspjald fyrir hættugreiningu
  • Fylgiblöð fyrir kennara: Greiningu á áhættum og hættum.
  • veggspjald fyrir hættugreiningu (með lausnum)
  • Hættuveiðar/-greining – skýrsla
  • Go to video

Til þess að hlaða niður úrræðunum sem fylgja með, farið þá á: Efnissafn

Hala niður