Skip to main content

Napo fræðir um líkamann - bakið

Vöðva- og beinasjúkdómar (MSDs) eru algengustu vinnutengdu sjúkdómarnir í Evrópu, herja á milljónir starfsmanna - einhvern tímann á ævinni munu allt að 90 prósent fólks þjást af bakverkjum, verkjum í efri limum, og endurteknum álagsverkjum.
Kennsluleiðbeiningar
Þarftu hjálp við að skipuleggja kennsluverkefni á vinnustaðnum þínum?

Lesson

Efnið kynnir mikilvægi þess að verja húðina og bakiðgegn einföldum áhættum sem verða á vegi okkar daglega. Með ýmiss konar verkefnum og starfi miðar kennsluefnið að því að kenna börnum að átta sig á áhættu gagnvart líkamlegri heilsu, kenna þeim hvaða hegðun beri að forðast og að sjá fyrir svipaðar áhættur í nýjum aðstæðum. Þau læra einnig um það hvernig eigi að forðast slíkar áhættur.

Námsmarkmið
Að þekkja áhættur gegn líkamlegu heilbrigði og öryggi
Að sjá fyrir svipaðar áhættur í nýjum aðstæðum
Að útskýra hvernig forðast megi slíkar áhættur
Upphaf

5 mínútur

Hugsanleg byrjun við kennslu:
 • Sýna mynd eða ljósmynd af beinagrind
Nemendur þurfa að leita svara við þessari spurningu – Hversu mörg bein eru í líkamanum okkar? (Svar: 280 bein)
 • Ræðið við börnin um hvort þau (eða foreldrar þeirra) hafi einhvern tímann átt við bakvandamál að stríða
Starfsemi

40/45 mínútur

Horfið á Napo stikluna, sem fylgir með þessum hluta, úr myndinni: „Léttu byrðina“:
Deildu og drottnaðu
Hugsaðu um tilfærslu
Haltu mér fast
Tölvu atriði
 • Umræður um líkamann okkar og hversu viðkvæmur hann er fyrir álagi og meiðslum þegar við sitjum, lyftum eða stöndum á rangan hátt. Hugsið um leiðir til þess að verja bakið fyrir meiðslum. Setjið viðvaranir um áhættur gegn bakinu og ráðleggingu um hvernig eigi að halda heilsunni góðri á skapalónið fyrir líkamann.

AUKAVERKEFNI - Hættufrí Napos

 • Skrifið eða leikið sögu um það þegar Napo fer í frí og lærir um hvað er hættulegt fyrir líkamann með sérstaka áherslu á bakið.
Það gæti til að mynda verið að:
 • Taka upp þunga ferðatösku
 • Spila tölvuleik of lengi
mat
Sérhver nemandi segir bekknum hvað það þýðir að vera fróður um líkamann þegar kemur að bakinu og kemur með dæmi þar um.
Kannið hvort nemendurnir hafa uppfyllt námsmarkmiðin með því að nota skemað að neðan.
Kennarar og nemendur meta kunnáttuna með því að nota þetta kerfi :
 • Gull: Ég get útskýrt að minnsta kosti þrjár gerðir af áhættum gegn bakinu og hvernig megi forðast þær.
 • Silfur: Ég get útskýrt að minnsta kosti tvær gerðir af áhættum gegn bakinu og hvernig megi forðast þær.
 • Brons: Ég get útskýrt að minnsta kosti eina gerð af áhættu gegn bakinu og hvernig megi forðast hana.
Nauðsynleg gögn
 • Sniðmát fyrir líkama
 • Venjulegur hvítur pappír og blýantar
 • Viðvörunarmerki, t.d. ekki slóra eða hanga við tölvuna
 • Góð ráð til þess að líma á skapalónið fyrir líkamann, t.d. sittu beinn í baki
 • Fylgiblöð fyrir kennara: áhættur sem tengjast bakinu
 • Go to video

Til þess að hlaða niður úrræðunum sem fylgja með, farið þá á: Efnissafn