Lesson
Efnið kynnir mikilvægi þess að verja húðina og bakiðgegn einföldum áhættum sem verða á vegi okkar daglega. Með ýmiss konar verkefnum og starfi miðar kennsluefnið að því að kenna börnum að átta sig á áhættu gagnvart líkamlegri heilsu, kenna þeim hvaða hegðun beri að forðast og að sjá fyrir svipaðar áhættur í nýjum aðstæðum. Þau læra einnig um það hvernig eigi að forðast slíkar áhættur.
Að þekkja áhættur gegn líkamlegu heilbrigði
Að sjá fyrir svipaðar áhættur í nýjum aðstæðum
Að læra hvernig forðast megi slíkar áhættur
5 mínútur
Hugsanleg byrjun:
- Sýna mynd eða ljósmynd af líkama
Nemendur þurfa að fi nna svar við þessari spurningu:
Hversu mikil húð þekur mannslíkamann? (Svar: 1.8–2.0 m2)
- Ræðið við börnin um hvort þau (eða foreldrar þeirra) hafi einhvern tímann átt við húðvandamál að stríða
40/45 mínútur
Hugmynd að verkefni 1:
Horfið á fyrstu Napo myndstikluna sem fylgir þessari kennslustund: Napo fræðir um líkamann - húðin
Verndun húðarinnar – kynning á nokkrum atriðum.
Hætta, kemísk efni - ætandi og ertandi áhrif
Umræður um húðina okkar og hvernig hún er viðkvæm fyrir því að skaðast. Víkkið umræðuna yfir á hita, kulda, skaða af völdum sólargeisla og kemískra efna svo sem hreinsiefna. Fjallið um aðrar hættur svo sem skordýr eða plöntur sem geta valdið húðertingu (t.d. netlur) o.s.frv. Fjallið um það hvernig megi verja húðina.
Skipuleggið leik þar sem börnin uppgötva hvað gæti verið hættulegt húðinni innandyra og utandyra. Börnin rannsaki t.d. hvort til séu plöntur sem valdi húðertingu, þyrni runnar eða skordýr sem stinga.
Hugmynd að verkefni 2:
Teiknið hendur barnanna á venjulegan pappír; skrifið á hvern fingur hvað hægt er að gera til þess að verja húðina fyrir hættum, t.d. nota hanska, ekki snerta, nota sólarvörn og nota hatt (til þess að verjast sólinni).
AUKAVERKEFNI Hættufrí Napos
Skrifið eða leikið sögu um Napo þegar hann fer í frí og lærir um áhættur gegn líkama sínum þar sem sérstök áhersla er á húðina.
Það gæti til að mynda verið í formi:
- Sólbaðs án sólarvarnar
- Snerta marglyttu
- Skipt um olíu á fjölskyldubílnum
Hver nemandi segir bekknum hvað það þýðir að vera fróður um líkamann og húðina og gefur dæmi þar um.
Kannið hvort nemendurnir hafa uppfyllt námsmarkmiðin með því að nota viðmiðin að neðan.
Kennarar og nemendur meta kunnáttuna með því að nota þetta kerfi :
- Gull: Ég get útskýrt að minnsta kosti þrjár gerðir af áhættum gegn húðinni og hvernig megi forðast þær.
- Silfur: Ég get útskýrt að minnsta kosti tvær gerðir af áhættum gegn húðinni og hvernig megi forðast þær.
- Brons: Ég get útskýrt að minnsta kosti
Persónuleg-, félagsleg- og heilbrigðiskennsla
Reglur og leiðir til þess að halda sér öruggum
Að átta sig á því hvernig hegðun okkar hefur áhrif á annað fólk
Að leggja mat á áhættur gagnvart heilsu okkar og hvernig draga má úr áhættunni
Skólaíþróttir
Að meta áhættur fyrir líkamann þegar við stundum hreyfingu og bregðast við með fyrirbyggjandi hegðun
Vísindi
Að þekkja viðvörunarskilti og taka eftir þeim
Fræðsla um almenna hegðun
Að átta sig á hættum, leggja mat á áhættur sem af þeim leiða
Tungumál/móðurmál
Búa til einfaldar setningar eða semja sögu með uppbygginguna; upphaf, miðja og endir.
- Venjulegur hvítur pappír og blýantar
- Sniðmát fyrir hönd
- Áhættur gegn húðinni
- Fylgiblöð fyrir kennara: áhættur sem tengjast húðinni
- Go to video
Til þess að hlaða niður úrræðunum sem fylgja með, farið þá á: Efnissafn
Hala niður