Skip to main content

Bestu öryggisskilti Napos: Bestu skilti Napos fyrir öryggi: Hættu-/bannskilti

Fyrsta myndin í Napo röðinni veitir grundvallarupplýsingar um heilbrigðis- og öryggisskilti og merki sem eru til staðar á vinnustaðnum. Hún veitir nýjum starfsmönnum gagnlegar upplýsingar og er góð upprifjun fyrir aðra starfsmenn. Ólíkar aðstæður á vinnustað eru sýndar þar sem öryggisskilti eru mikilvæg. Þessi mynd hentar öllum sviðum og starfsfólki á öllum stigum en einkum ungu fólki í þjálfun eða sem er að öðlast starfsreynslu. 
Kennsluleiðbeiningar
Þarftu hjálp við að skipuleggja kennsluverkefni á vinnustaðnum þínum?

Lesson

Efnið kynnir börnum helstu öryggisskilti og hjálpar þeim að greina og sjá muninn á milli mismunandi lögunar á skiltum og skilja hvers vegna skilti hjálpa öryggi okkar með skemmtilegum hlutverkaleik.

Námsmarkmið

Að vekja athygli á ýmiss konar viðvörunarskiltum og þekkja mikilvægi þeirra

Að leggja mat á það hvernig skiltin koma merkingu sinni til skila

Að vekja athygli á notkun skilta til þess að vernda sjálfan sig

Hópar leggja mat á frammistöðu hvers annars og prófa þekkingu hvers annars á hvað lögun hvers skiltis þýði.

Nota má grímur til þess að halda sýningu í bekknum.

Upphaf

5 mínútur

Sýnið skilti og spyrjið hvað það þýði, hvar megi sjá það og hvers vegna ætti að fylgja boði þess (þ.e. útskýrið tilgang öryggisskilta).

Spurningar:

  • Hvaða skilti munið þið eftir að hafa séð í kring um skólann, heima, á vegum?
  • Takið þið einhvern tíma EKKI eftir skiltum?

Ræðið hefðbundnar áhættur, sem verða á vegi okkar dags daglega, og hvernig þær tengjast skiltunum.

Starfsemi

40/45 mínútur

Horfið á Napo myndstikluna sem fylgir þessari kennslustund: Öryggismerki Hættu- og bannmerki

Saga af bestu skiltunum: Kynning; Gulur þríhyrningur (hættuskilti); Hætta - hleðsla á lofti; Rauður hringur (bannskilti); Reykingar bannaðar.

Hugsanleg starfsemi:

  • Ræðið hvert atriði, hvað á sér stað og hvers vegna. Teljið upp nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna fólk tók ekki eftir skiltunum.
  • Sýnið úrval skilta úr heildarlista yfir skiltin í tilskipun ESB (sjá fylgiblað). Ræðið grundvallarreglurnar um liti og lögun öryggisskilta.
  • Teiknið dæmi um hvert skilti.
  • Útskýrið tilgang/notagildi skiltanna og mismunandi merkingu þeirra.
  • Takið eina skiltalögun fyrir í hópum - þríhyrning og hring - sem sýna annaðhvort hættu eða bann.
  • Búið til grímur úr skiltum sem festa má á prik og halda fyrir framan andlitin.
  • Hugsið um hvernig skiltin geti talað eða aðhafst til þess að tryggja að eftir þeim sé tekið, t.d. blíð rödd og líkamstjáning fyrir upplýsingar, hávær valdsmannsleg rödd og líkamstjáning fyrir boð.
  • Ræðið hefðbundnar áhættur, sem verða á vegi okkar dags daglega, og hvernig þær tengjast skiltunum.
  • Kennarinn getur æft þær og sýnt fyrir hópavinnuna ef þörf krefur.
  • Prófið þekkingu alls bekkjarins í því hvað skiltin segja og þýða og hvers vegna þau eru mikilvæg á bekkjarfundi.
  • Aukanám getur falist í rannsókn á öðrum skiltum, til dæmis einföldum umferðarskiltum og gerð skiltis fyrir skólann.

Aukanám

  • Veltið fyrir ykkur öðrum skiltum, líkt og í dæmunum að neðan – og búið til verulega gott skilti fyrir skólann ykkar.

Fjöldi hugsanlegra Napo stikla fyrir aukanám má finna hér: www.napofilm.net/en/napos-films

 

mat

5 mínútur

Kannið skilninginn á mismunandi lögun og litum skiltanna og gefið einkunn með því að nota fyrirmælin að neðan. Kennarar og nemendur meta kunnáttuna með því að nota þetta tól:

  • Gull: Ég get útskýrt að minnsta kosti fimm bann- og hættuskilti; hvað þau þýða og hvers vegna þau eru mikilvæg.
  • Silfur: Ég get útskýrt tvær gerðir skilta; hvað þau þýða og hvers vegna þau eru mikilvæg.
  • Brons: Ég get útskýrt eina gerð skilta; hvað það þýðir og hvers vegna það er mikilvægt.
Nauðsynleg gögn
  • Venjulegur pappír og vaxlitir til þess að teikna skiltin
  • Fylgiblöð fyrir kennara: Hættu-/bannskilti
  • Þríhyrningar (viðvörunarskilti) sniðmát
  • Rauð og gul kort og límmiðar til þess að búa til grímur á prikum
  • Rauður hringur (bannskilti) sniðmát
  • Go to video

Til þess að hlaða niður úrræðunum sem fylgja með, farið þá á: Efnissafn

Hala niður