Skip to main content

Kvikmyndir Napo

Kvikmyndir Napo

"Besta leiðin til að nota Napo er að hugsa Napo"

Napo kvikmyndaröðin er framleidd með tölvugrafík. Í aðalhlutverki eru persónur í atvinnulífinu sem standa frammi fyrir aðstæðum er varða öryggi.

Aðalpersónan, Napo, og félagar hans tjá sig án orða. Sögurnar eru menntunarlegs eðlis. Þær vekja upp spurningar og stuðla að umræðu um tiltekna þætti er varða öryggi á vinnustað. Stundum veita þær hagnýtar lausnir eða leiða til þeirra.

Þær eru blanda menntunar, menningarlegs hlutleysis og kímnigáfu, settar fram í teiknimyndastíl sem gefur "Napo" seríunni sín sérstöku einkenni. Napo er viðkunnanleg en kærulaus persóna. Hið alþjóðlega tungumál Napo gerir það að verkum að kvikmyndirnar hæfa öllum. Hvert atriði er óháð hinum og þau má nota sem heila kvikmynd, eða hvert atriði eitt og sér.

Þar sem Napo er teiknimyndapersóna getur hann farið inn á svið sem ekki væru möguleg í leiknum kvikmyndum eða heimildamyndum. Það bítur ekkert á hann og hann er eilífur, ólíkt því starfsfólki sem við erum að reyna að vernda.

Þessi kvikmynd sýnir eld- og sprengihættuna á vinnustaðnum og þær ráðstafanir sem hægt er að grípa til til að draga úr hættunni. Grundvallaratriði við stjórnun áhættunnar er öflugt áhættumat. Til…

Loftslagsbreytingar hafa færst ofar á dagskrá stjórnmálamanna og almennings. Nýja Napó-myndin er gerð til að auka vitund um áhrif loftslagsbreytinga á vinnuumhverfið og þær aðgerðir sem hægt er að…

Fyrsta myndin í Napo röðinni veitir grundvallarupplýsingar um heilbrigðis- og öryggisskilti og merki sem eru til staðar á vinnustaðnum. Hún veitir nýjum starfsmönnum gagnlegar upplýsingar og er góð…

Þetta myndskeið fræðir okkur um mikilvæg öryggisatriði í tengslum við vélmenni á vinnustöðum. Hér er fjallað um nýjungar í þessari tækni, helstu hættur sem henni tengjast og hvernig má stýra…